歌手:
Rökkurró
专辑:
《Það kólnar í kvöld...》Sólargeislar brennandi sækja að mér
Loftið rykmettað kitlar vitin
Ekkert í sjónmáli nema einsemdin
Tíminn er sem gróið tré hreyfist aldrei
Skýtur rótum sínum fast í mig
Ég hugsa bara um að komast burt
Langur dagur líður hægt loksins búinn
Kuldinn umlykur mig hægir hugsun
Að lokum lognast út við dauðans dyr
Værum blundi vakna af nýr dagur
Veruleikinn blasir við ég er alein
En áfram tóri ég og dagana tel
Alein í eyðimörk
Alein í eyðimörk